Hvalfjarðarsveit
Fræðslunefnd 58. fundur
= Fræðslunefnd =
Dagskrá
Þórdís Þórisdóttir boðaði forföll.
=== 1.Aukin stuðningsþörf í Heiðarskóla árið 2024. ===
2405026
Erindi frá skólastjóra Heiðarskóla.
Fræðslunefnd samþykkir aukna stöðugildaþörf og vísar afgreiðslu til sveitarstjórnar með fyrirvara um að umbeðin gögn berist eigi síðar en 7. júní 2024.
=== 2.Stöðugildi í leikskólanum 2024-2025 haust. ===
2405027
Erindi frá leikskólastjóra Skýjaborgar.
Fræðslunefnd samþykkir stöðugildaþörf í leikskólanum Skýjaborg skólaárið 2024-2025. Stöðugildaþörf rúmast innan fjárheimildar ársins 2024.
=== 3.Farsældardagurinn á Vesturlandi 2024. ===
2404085
Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Fimmtudaginn 16. maí var Farsældardagur Vesturlands haldinn. Markmið með viðburðinum var að framlínufólk farsældarmála á Vesturlandi kæmi saman, bæri saman bækur sínar og mótuðu innleiðingu farsældarlaganna í landshlutanum. Um 120 manns komu saman í Hjálmakletti í Borganesi og hlýddu á „fyrirmyndarsögur“ frá sveitarfélögnum, þ.e. hvað hefur tekist vel og hvernig mætti læra enn meira af reynslunni. Eyrún Jóna Reynisdóttir leikskólastjóri Skýjaborgar sagði frá fyrirmyndarverkefniu, snemmtæk íhlutun í máli og læsi og skólasamstarfi úr Hvalfjarðarsveit. Mikil ánægja var með daginn.
=== 4.Frístund-eftir skóla. ===
2306014
Farið yfir Frístundastarfið veturinn 2023-2024.
Skólastjóri fór yfir frístundastarf vetrarins.
=== 5.Barnamenningarhátíð 2024. ===
2405029
Barnamenningarhátíð verður haldin á Akranesi dagana 23. - 31. maí 2024. Þema hátíðarinnar er SKRÍMSLI.
Barnamenningarhátíð er áhersluverkefni Sóknaráætlunnar Vesturlands og hefur hátíðin farið á milli þriggja sveitarfélaga á Vesturlandi undanfarin ár og tók Akranes við keflinu af Borgarbyggð. Leikskólinn Skýjaborg fékk í heimsókn til sín líkt og leikskólarnir á Akranesi Birte og Immu sem sungu og trölluðu með börnunum í skrímslaþema.Krístrún Sigurbjörnsdóttir og Helena Guttormsdóttir heimsóttu einnig leikskólann og voru með fjörufróðleik og sögðu sögu um Katanesdýrið.
=== 6.Málefni Grindavíkur. ===
2405030
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um leik og grunnskóla og frístundastarf Grindavíkur.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:00.