Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 21. (2122)
|
|
|
|**1. 2111122 - Opnun tilboða í byggingarrétt lóða við Kumlamýri.**
|Lögð voru fram óopnuð umslög með tilboðum í byggingarrétt lóða við Kumlamýri 5-7, 6-8, 17-19 og 21-23, sbr. samþykkt bæjarráðs frá fundi 7. maí sl. um sölu á byggingarrétti lóða við Kumlamýri og tilkynningu á vef Garðabæjar. Tilboðin komu frá söluaðilum, þ.e. Torg - fasteignasölu, Garðatorg eignamiðlun, Fasteignamarkaðinum og Fasteignasölunni Miklaborg. Umslögin voru opnuð og tilboðin flokkuð eftir tegundum lóða. Samtals bárust 161 tilboð. Tilboðin verða skráð, flokkuð nánar og tekin til afgreiðslu á fundi bæjarráðs þriðjudaginn 11. júní 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2404377 - Opnun tilboða í byggingarrétt lóða í Prýðahverfi. (sunnan gamla Álftanesvegar)**
|Lögð voru fram óopnuð umslög með tilboðum í byggingarrétt lóða við Garðprýði 2, 4 og 6. Kjarrprýði 1, 2 og 3 og Steinprýði 2 og 11, sbr. samþykkt bæjarráðs frá fundi 7. maí sl. um sölu á byggingarrétti lóða í Prýðahverfi og tilkynningu á vef Garðabæjar. Tilboðin komu frá söluaðilum, þ.e. Torg - fasteignasölu, Garðatorg eignamiðlun, Fasteignamarkaðinum og Fasteignasölunni Miklaborg. Umslögin voru opnuð og tilboðin flokkuð eftir tegundum lóða. Samtals bárust 72 tilboð. Tilboðin verða skráð, flokkuð nánar og tekin til afgreiðslu á fundi bæjarráðs þriðjudaginn 11. júní 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2212010 - Vetrarbraut 38 - dælustöð - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Samveitum Garðabæjar leyfi til að byggja dælustöð fyrir dreifingu á köldu vatni að Vetrarbraut 38.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2405091 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts vegna fjölgunar á íbúðareiningum lóðarinnar við Vorbraut 49-55 úr fjórum í sex.**
|Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts vegna lóðarinnar við Vorbraut 49-55 samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga, Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun íbúðaeininga úr fjórum í fimm.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2110128 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna svæðis á norðanverðum Arnarneshálsi (3.37 VÞ)**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 36. gr. sömu laga tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar sem nær til svæðis á norðanverðum Arnarneshálsi (3.37 VÞ).
|
Tillaga hefur verið kynnt Skipulagsstofnun og fyrir liggur að stofnunin gerir ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst samkvæmt 31. gr. enda verði brugðist við athugasemdum við tilgreind atriði. Tillagan hefur verið yfirfarin og breytt til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar.
Tillagan skal auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi fyrir sama svæði.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2110129 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir norðanverðan Arnarnesháls.**
|Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi ásamt umhverfismatsskýrslu fyrir svæði á norðanverðum Arnarneshálsi samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
|
Samkvæmt tillögunni verður byggðin blanda af 3-6 hæða fjölbýlishúsum ásamt atvinnu-, verslunar og/eða þjónustuhúsnæði næst Hafnarfjarðarvegi. Tvær aðkomuleiðir eru að byggðinni, frá Fífuhvammsvegi og um fyrirhuguð undirgöng undir Arnarnesveg frá Akrabraut. Umferðarreikningar sýna að stærsti hluti umferðar að og frá hverfinu verður um Fífuhvammsveg. Fjölbýlishúsabyggð næst Arnarnesvegi og Fífuhvammsvegi er uppbrotin og lagar sig að landhalla og myndar umgjörð um sameiginlega inngarða. Sérstök kennileitisbygging/atvinnuhúsnæði getur orðið allt að 8 hæðir. Til móts við atvinnuhúsnæði fyrir miðju svæðisins er gert ráð fyrir verslunar- og/eða þjónusturými á jarðhæðum í tengslum við miðlægt torg þar sem m.a. er gert ráð fyrir stoppistöð Borgarlínu. Á svæðinu er gert ráð fyrir u.þ.b. 500 íbúðum og u.þ.b. 40.000 m2 af verslunar, skrifstofu og þjónusturými.
Tillagan skal auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulag fyrir sama svæði.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2302193 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts vestra (Ásahverfis) vegna staðsetningar farsímamasturs á opnu svæði við gatnamót Ásabrautar og Stóráss.**
|Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts vestra (Ásahverfis). Tillagan gerir fyrir staðsetningu 18 metra farsímamasturs við Ásabraut, á opnu svæði við gatnamót Ásabrautar og Stóráss.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2405438 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts varðandi fjölbýlishúsalóðirnar við Vorbraut 8-12.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga vegna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts. Tillagan gerir ráð fyrir sameiginlegum bílakjallara fjölbýlishúsanna við Vorbraut 8, 10 og 12 og að byggingarreitur verði breikkaður úr 14 metrum í 15 metra.
|
Grenndarkynna skal tillöguna lóðarhöfum að Vorbraut nr. 7, 9, 11, 13 og 15 og Skerpluholts 1, 3, 5 og 7. Við framkvæmd grenndarkynningar skal fyrir liggja til kynningar uppdrættir sem sýna fram á fyrirhugaðan frágang lóðar og lóðarmarka.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2403271 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 fyrir rammahluta Vífilsstaðalands sem felur í sér tilfærslu á fjölda íbúða milli svæða.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar er varðar rammahluta Vífilsstaðalands verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt. Einnig skal tillagan kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga og svæðisskipulagsnefnd á þeim svæðum þar sem starfandi er slík nefnd. Tillagan skal jafnframt kynnt öðrum sveitarfélögum sem kunna að eiga hagsmuna að gæta vegna skipulagsins.
|
Tillagan gerir ráð fyrir því að fjöldi íbúða í Hnoðraholti norður hækki úr 470-520 í 500-600 en fjöldi íbúða í Hnoðraholti suður lækki úr 700-750 í 600-700. Á miðsvæði í Vetrarmýri fjölgi úr 600-800 íbúðum í 700-900 íbúðir. Á Vífilsstöðum vestur verði gert ráð fyrir 100-200 íbúðum í stað 100.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2405177 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Grímsgötu 6.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga vegna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Grímsgötu 6. Tillagan gerir ráð fyrir því að hámarks byggingarmagn lóðarinnar að Grímsgötu 6 aukist um 60 m2.
|
Grenndarkynna skal tillöguna lóðarhöfum og eigendum íbúða að Grímsgötu 2, 4 og 8 og Vörðugötu 2.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2405453 - Tilkynning frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu varðandi fyrstu hvítbókina í málaflokknum - Samfélag okkar allra - framtíð og stefna Íslands í málefnum innflytjenda, dags. 25.05.24.**
|Lögð fram og vísað til kynningar í velferðarráði.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2405520 - Bréf Saman-hópsins varðandi mikilvægi samveru fjölskyldna dags. 29.05.24.**
|Lagt fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2405318 - Umsókn Kristínar Bjarkar Þorvaldsdóttur um stöðuleyfi fyrir ferða sánavagni.**
|Bæjarráð vísar umsókninni til afgreiðslu og úrlausnar bæjarstjóra.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2405550 - Tilkynning Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um fasteignamat 2025.**
|Í tilkynningunni kemur fram að fasteignamat fyrir árið 2025 hefur verið birt og tekur gildi 31. desember 2024. Heildarmat fasteigna í Garðabæ hækkar um 3,9%.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**15. 2405152 - Kynning sviðsstjóra fræðslu og menningarsviðs á starfs- og verkefnaáætlun sviðsins.**
|Sviðsstjóri fræðslu- og umhverfissviðs fór yfir verkáætlun og starfsemi sviðsins.
|
|
|
|
|
|
|
|
|1. 2111122 - Opnun tilboða í byggingarrétt lóða við Kumlamýri.
|Lögð voru fram óopnuð umslög með tilboðum í byggingarrétt lóða við Kumlamýri 5-7, 6-8, 17-19 og 21-23, sbr. samþykkt bæjarráðs frá fundi 7. maí sl. um sölu á byggingarrétti lóða við Kumlamýri og tilkynningu á vef Garðabæjar. Tilboðin komu frá söluaðilum, þ.e. Torg - fasteignasölu, Garðatorg eignamiðlun, Fasteignamarkaðinum og Fasteignasölunni Miklaborg. Umslögin voru opnuð og tilboðin flokkuð eftir tegundum lóða. Samtals bárust 161 tilboð. Tilboðin verða skráð, flokkuð nánar og tekin til afgreiðslu á fundi bæjarráðs þriðjudaginn 11. júní 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|
|2. 2404377 - Opnun tilboða í byggingarrétt lóða í Prýðahverfi. (sunnan gamla Álftanesvegar)
|Lögð voru fram óopnuð umslög með tilboðum í byggingarrétt lóða við Garðprýði 2, 4 og 6. Kjarrprýði 1, 2 og 3 og Steinprýði 2 og 11, sbr. samþykkt bæjarráðs frá fundi 7. maí sl. um sölu á byggingarrétti lóða í Prýðahverfi og tilkynningu á vef Garðabæjar. Tilboðin komu frá söluaðilum, þ.e. Torg - fasteignasölu, Garðatorg eignamiðlun, Fasteignamarkaðinum og Fasteignasölunni Miklaborg. Umslögin voru opnuð og tilboðin flokkuð eftir tegundum lóða. Samtals bárust 72 tilboð. Tilboðin verða skráð, flokkuð nánar og tekin til afgreiðslu á fundi bæjarráðs þriðjudaginn 11. júní 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|
|3. 2212010 - Vetrarbraut 38 - dælustöð - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Samveitum Garðabæjar leyfi til að byggja dælustöð fyrir dreifingu á köldu vatni að Vetrarbraut 38.
|
|
|
|
|
|
|
|
|4. 2405091 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts vegna fjölgunar á íbúðareiningum lóðarinnar við Vorbraut 49-55 úr fjórum í sex.
|Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts vegna lóðarinnar við Vorbraut 49-55 samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga, Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun íbúðaeininga úr fjórum í fimm.
|
|
|
|
|
|
|
|
|5. 2110128 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna svæðis á norðanverðum Arnarneshálsi (3.37 VÞ)
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 36. gr. sömu laga tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar sem nær til svæðis á norðanverðum Arnarneshálsi (3.37 VÞ).
|
Tillaga hefur verið kynnt Skipulagsstofnun og fyrir liggur að stofnunin gerir ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst samkvæmt 31. gr. enda verði brugðist við athugasemdum við tilgreind atriði. Tillagan hefur verið yfirfarin og breytt til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar.
Tillagan skal auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi fyrir sama svæði.
|
|
|
|
|
|
|
|6. 2110129 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir norðanverðan Arnarnesháls.
|Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi ásamt umhverfismatsskýrslu fyrir svæði á norðanverðum Arnarneshálsi samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
|
Samkvæmt tillögunni verður byggðin blanda af 3-6 hæða fjölbýlishúsum ásamt atvinnu-, verslunar og/eða þjónustuhúsnæði næst Hafnarfjarðarvegi. Tvær aðkomuleiðir eru að byggðinni, frá Fífuhvammsvegi og um fyrirhuguð undirgöng undir Arnarnesveg frá Akrabraut. Umferðarreikningar sýna að stærsti hluti umferðar að og frá hverfinu verður um Fífuhvammsveg. Fjölbýlishúsabyggð næst Arnarnesvegi og Fífuhvammsvegi er uppbrotin og lagar sig að landhalla og myndar umgjörð um sameiginlega inngarða. Sérstök kennileitisbygging/atvinnuhúsnæði getur orðið allt að 8 hæðir. Til móts við atvinnuhúsnæði fyrir miðju svæðisins er gert ráð fyrir verslunar- og/eða þjónusturými á jarðhæðum í tengslum við miðlægt torg þar sem m.a. er gert ráð fyrir stoppistöð Borgarlínu. Á svæðinu er gert ráð fyrir u.þ.b. 500 íbúðum og u.þ.b. 40.000 m2 af verslunar, skrifstofu og þjónusturými.
Tillagan skal auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulag fyrir sama svæði.
|
|
|
|
|
|
|
|7. 2302193 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts vestra (Ásahverfis) vegna staðsetningar farsímamasturs á opnu svæði við gatnamót Ásabrautar og Stóráss.
|Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts vestra (Ásahverfis). Tillagan gerir fyrir staðsetningu 18 metra farsímamasturs við Ásabraut, á opnu svæði við gatnamót Ásabrautar og Stóráss.
|
|
|
|
|
|
|
|
|8. 2405438 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts varðandi fjölbýlishúsalóðirnar við Vorbraut 8-12.
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga vegna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts. Tillagan gerir ráð fyrir sameiginlegum bílakjallara fjölbýlishúsanna við Vorbraut 8, 10 og 12 og að byggingarreitur verði breikkaður úr 14 metrum í 15 metra.
|
Grenndarkynna skal tillöguna lóðarhöfum að Vorbraut nr. 7, 9, 11, 13 og 15 og Skerpluholts 1, 3, 5 og 7. Við framkvæmd grenndarkynningar skal fyrir liggja til kynningar uppdrættir sem sýna fram á fyrirhugaðan frágang lóðar og lóðarmarka.
|
|
|
|
|
|
|
|9. 2403271 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 fyrir rammahluta Vífilsstaðalands sem felur í sér tilfærslu á fjölda íbúða milli svæða.
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar er varðar rammahluta Vífilsstaðalands verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt. Einnig skal tillagan kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga og svæðisskipulagsnefnd á þeim svæðum þar sem starfandi er slík nefnd. Tillagan skal jafnframt kynnt öðrum sveitarfélögum sem kunna að eiga hagsmuna að gæta vegna skipulagsins.
|
Tillagan gerir ráð fyrir því að fjöldi íbúða í Hnoðraholti norður hækki úr 470-520 í 500-600 en fjöldi íbúða í Hnoðraholti suður lækki úr 700-750 í 600-700. Á miðsvæði í Vetrarmýri fjölgi úr 600-800 íbúðum í 700-900 íbúðir. Á Vífilsstöðum vestur verði gert ráð fyrir 100-200 íbúðum í stað 100.
|
|
|
|
|
|
|
|10. 2405177 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Grímsgötu 6.
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga vegna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Grímsgötu 6. Tillagan gerir ráð fyrir því að hámarks byggingarmagn lóðarinnar að Grímsgötu 6 aukist um 60 m2.
|
Grenndarkynna skal tillöguna lóðarhöfum og eigendum íbúða að Grímsgötu 2, 4 og 8 og Vörðugötu 2.
|
|
|
|
|
|
|
|11. 2405453 - Tilkynning frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu varðandi fyrstu hvítbókina í málaflokknum - Samfélag okkar allra - framtíð og stefna Íslands í málefnum innflytjenda, dags. 25.05.24.
|Lögð fram og vísað til kynningar í velferðarráði.
|
|
|
|
|
|
|
|
|12. 2405520 - Bréf Saman-hópsins varðandi mikilvægi samveru fjölskyldna dags. 29.05.24.
|Lagt fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|13. 2405318 - Umsókn Kristínar Bjarkar Þorvaldsdóttur um stöðuleyfi fyrir ferða sánavagni.
|Bæjarráð vísar umsókninni til afgreiðslu og úrlausnar bæjarstjóra.
|
|
|
|
|
|
|
|
|14. 2405550 - Tilkynning Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um fasteignamat 2025.
|Í tilkynningunni kemur fram að fasteignamat fyrir árið 2025 hefur verið birt og tekur gildi 31. desember 2024. Heildarmat fasteigna í Garðabæ hækkar um 3,9%.
|
|
|
|
|
|
|
|
|15. 2405152 - Kynning sviðsstjóra fræðslu og menningarsviðs á starfs- og verkefnaáætlun sviðsins.
|Sviðsstjóri fræðslu- og umhverfissviðs fór yfir verkáætlun og starfsemi sviðsins.
|
|
|
|
|