Kópavogsbær
Bæjarráð - 3092. fundur
Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 1.2207051 - Mánaðarskýrslur 2022 ===
Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lögð fram mánaðarskýrsla fyrir jan.-apríl 2022.
Gestir
- Ingólfur Arnarson fjármálastjóri, hagdeild - mæting: 08:15
- Kristín Egilsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 2.22031152 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022 ===
Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2022.
Frá sviðsstjórum umhverfissviðs og menntasviðs, lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2022.
Gestir
- Kristín Egilsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 09:15
- Ingólfur Arnarson fjármálastjóri, hagdeild - mæting: 09:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 3.2203355 - Göngu- og hjólastígur meðfram Lindarvegi ===
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 4. júlí, lagt fram minnisblað vegna göngu- og hjólastíga meðfram Lindarvegi.
Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 7. júní 2022, lagðar fram niðurstöður útboðs á stígagerð meðfram Lindavegi á milli Fífuhvammsvegar og Arnarnesvegar. Lagt er til við bæjarráð að tilboði Urð og grjót ehf. verði tekið og gerður verði verksamningur við fyrirtækið um verkið.
Niðurstaða Bæjarráð - 3091
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun bæjarráðs:
"Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að bæjarráðsfulltrúar hafi aðgang að öllum gögnum mála tímanlega fyrir afgreiðslu þeirra. Útboðsgögn höfðu í þessu tilfelli ekki borist með útsendu fundarboði."
Niðurstaða
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa málinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til nánari skoðunar.
Bókun bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn vill ítreka að heimild til útboðs var ekki borin upp í bæjarráði og þar af leiðandi sáu bæjarráðsfulltrúar ekki gögnin fyrr en að útboðsferli loknu. Þá var ekki tekið mið af hönnunarleiðbeiningum sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins og Vegagerðarinnar fyrir hjólreiðar. Umferðaröryggi á alltaf að vera ráðandi þáttur við skipulag og hönnun hjólaleiða."
Gestir
- Ásthildur Helgadóttir, sviðstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:50
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 4.2205989 - Víkurhvarf 5, Dýrheimar. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi ===
Frá lögfræðideild, dags. 21.06.2022, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 19.05.2022, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Dýrheima sf., kt. 610295-2749, leyfi til reksturs í sveitarfélaginum í flokki II. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 5.22052043 - Selbrekka 20, SJF ehf . Endurnýjun á umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi ===
Frá lögfræðideild, dags. 21.06.2022, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 23.05.2022, þar sem óskað er umsagnar um umsókn SJF ehf., kt. 481215-0990, um endurnýjað rekstarleyfi fyrir gististað í sveitarfélaginum í flokki II. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 6.22031741 - Hlíðasmári 14 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts ===
Frá lögfræðideild, dags. 20.06.2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar styrktarfélags krabbameinssjúkra barna um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 486.000,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 7.22067377 - Sandskeiði 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts ===
Frá lögfræðideild, dags. 22.06.2022, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Svifflugfélag Íslands, um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.1.134.000,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 8.22021265 - Skíðaskáli Víkings og ÍR í Bláfjöllum - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts ===
Frá lögfræðideild, dags. 22.06.2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Skíðadeildar Víkings og ÍR, um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 2.124.060,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 9.2201912 - Ögurhvarf 6 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts ===
Frá lögfræðideild, dags. 21.06.2022, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar ÁS styrktarfélags um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 8.573.040,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 10.22021179 - Hamraborg 1-3, Kópavogi. Númer fasteignar: 0101 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts ===
Frá lögfræðideild, dags. 21.06.2022, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar SOS barnaþorps, um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.634.464,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 11.22033024 - Lækjarbotnar/skíðaskáli 117015 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts ===
Frá lögfræðideild, dags. 20.06.2022, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Glímufélagsins Ármanns, um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.1.508.976,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 12.2203188 - Víkurhvarf 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts ===
Frá lögfræðideild, dags. 20.06.2022, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar RM Heklu um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.3.334.781,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 13.22052059 - Rjúpnasalir 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts ===
Frá lögfræðideild, dags. 24.06.2022, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar frá Lionsklúbbnum Muninn og Ýr, um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.176.760,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 14.2203399 - Hamraborg 10 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts ===
Frá lögfræðideild, dags. 20.06.2022, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Soroptimistasamband Íslands, um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.167.760,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 15.22067574 - Nýbýlavegur 1. Heimild til framsals lóðarleigusamnings ===
Frá lögfræðideild, dags. 28.06.22, lögð fram beiðni um framsal lóðarinnar Nýbýlaveg 1 frá Olís ehf. til dótturfélags í eigu Haga, BBL 178 ehf.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 16.22067500 - Silfursmári 1-3, 5-7 og 12. Heimild til framsals ===
Frá lögfræðideild, dags. 27.06.22, lögð fram beiðni til bæjarráðs um samþykki til að framselja lóðirnar Silfursmára 1-3, 5-7 og 12.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 17.22052080 - Frá kærunefnd útboðsmála. Kæra Reykjafells ehf. vegna útboðs Kópavogsbæjar nr. 2202125 ===
Lögð fram til kynningar kæra til kærunefndar útboðsmála vegna útboðs á umferðarljósabúnaði við Smárahvammsveg og Fífuhvammsveg, ásamt greinargerð lögfræðideildar vegna málsins.
Ýmis erindi
=== 18.2203168 - Hækkun á jafnaðartaxta NPA samninga ===
Afgreiðslu var frestað á fundi velferðarráðs þann 7.3.2022 og frekari upplýsinga óskað.
Greinargerð deildarstjóra dags. 19.5.2022 ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Niðurstaða Velferðarráð - 103
Velferðarráð samþykkir tillögu um hækkun jafnaðartaxta fyrir sitt leyti.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Niðurstaða
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Gestir
- Sigrún Þórarinsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
Ýmis erindi
=== 19.2008519 - Ósk um aðkomu Kópavogsbæjar að húsnæðismálum HSSK ===
Frá HSSK, dags. 14.06.2022, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir aðkomu Kópavogsbæjar að nýju húsnæði að Tónahvarfi 8.
Ýmis erindi
=== 20.22067437 - Umsókn um styrk vegna starfsemi í þágu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu ===
Frá Sjálfsbjörg, félagi hreyfihamlaðra, dags. 21.06.2022, lögð fram umsókn um styrk að upphæð kr. 100.000,-
Ýmis erindi
=== 21.22067502 - Bréf frá Eftirlitsnefnd (EFS) vegna ársreiknings 2021 ===
Frá EFS, dags. 22.06.2022, lagt erindi varðandi ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2021.
Gestir
- Ingólfur Arnarson fjármálastjóri, hagdeild - mæting: 11:33
Ýmis erindi
=== 22.22068211 - Erindi frá Stúdentaráði Háskóla Íslands varðandi málefni stúdenta sem heyra undir sveitarstjórnarstigið ===
Frá Stúdentaráði Háskóla Íslands, dags. 28.06.2022, lagt fram erindi frá málefni stúdenta sem heyra undir sveitarstjórnarstigið.
Fundargerðir nefnda
=== 23.2206010F - Lista- og menningarráð - 141. fundur frá 27.06.2022 ===
Fundargerð í fjórum liðum.
Fundargerðir nefnda
=== 24.2206012F - Leikskólanefnd - 142. fundur frá 26.06.2022 ===
Fundargerð í fimm liðuum.
Fundargerð
=== 25.2206008F - Menntaráð - 98. fundur frá 28.06.2022 ===
-
25.3
2102649
Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna
Niðurstaða Menntaráð - 98
Menntaráð samþykkir fyrir sitt leiti að sviðstjórar mennta- og velferðasviðs fái umboð til að ráðstafa framlagi Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu í þágu farsældar barna. Menntaráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu menntaráðs með fimm atkvæðum.
Fundargerðir nefnda
=== 26.2206011F - Velferðarráð - 104. fundur frá 27.06.2022 ===
Fundargerð í sex liðum.
-
26.6
2102649
Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna
Niðurstaða Velferðarráð - 104
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að sviðsstjórar velferðar- og menntasviðs fái umboð til að ráðstafa framlagi Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu í þágu farsældar barna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu velferðarráðs með fimm atkvæðum.
Fundargerðir nefnda
=== 27.2206013F - Íþróttaráð - 121. fundur frá 29.06.2022 ===
Fundargerð í tveimur liðum.
Fundargerð
=== 28.2206005F - Skipulagsráð - 123. fundur frá 04.07.2022 ===
-
28.7
2204337
Borgarholtsbraut 13A. Breytt aðkoma.
Niðurstaða Skipulagsráð - 123
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
-
28.8
2111369
Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 123
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Theódóra S Þorsteinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fjórum atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.
-
28.9
22033170
Kópavogsbraut 19. Urðarhóll, leikskóli. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 123
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 5 atkvæðum.
-
28.10
22061308
Álfhólsvegur 15, stækkun lóðar.
Niðurstaða Skipulagsráð - 123
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 5 atkvæðum.
Önnur mál
=== 29.22067501 - Sumarleyfi bæjarstjórnar - fundarfyrirkomulag bæjarráðs ===
Vegna sumarleyfis bæjarstjórnar mun bæjarráð funda í umboði bæjarstjórnar 7. júlí, 21. júlí og 4. ágúst.
Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi er 23. ágúst nk.
Önnur mál
=== 30.22068209 - Waldorfskólinn í Lækjarbotnum, ósk um deiliskipulag ===
Frá Waldorfskóla, dags. 29.06.2022, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir því að deiliskipulag verði unnið fyrir Lækjabotna.
Erindi frá bæjarfulltrúum
=== 31.22067603 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um kaup Kópavogsbæjar á veitingum á meirihlutafundum ===
Frá bæjarfulltúa Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, dags. 28.06.2022, lögð fram fyrirspurn um kaup Kópavogsbæjar á veitingum á meirihlutafundum.
Fundi slitið - kl. 12:31.