Vopnafjarðarhreppur
Hreppsráð - 28
== Fundur nr. 28 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 14:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
AÓS
Aðalbjörg Ósk SigmundsdóttirNefndarmaður
AÖS
Axel Örn SveinbjörnssonNefndarmaður
BA
Bjartur AðalbjörnssonNefndarmaður
ÍEJ
Íris Edda JónsdóttirNefndarmaður
VOH
Valdimar O. HermannssonNefndarmaður
Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps þann 6. júní 2024 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15.
Eyþór Bragi, safnstjóri Minjasafnsins á Bustarfelli mætir á fundinn. Farið yfir helstu mál safnsins og framtíðarhorfur.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Hreppsráð felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir með hluteigandi aðilum.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur minnisblað um sundnámskeið barna fædd 2017 og 2018.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Hreppsráð samþykkir að auglýsa sundnámskeiðið með tilliti til lágmarksþátttöku og fyrirkomulags námskeiðs. **
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur tillaga áfangaskiptingar á framkvæmdum skólalóðar.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Hreppsráð samþykkir fyrirliggjandi teikningar og að byrjað verði á áfanga eitt sumarið 2024 og framhald metið með áfanga tvö. Hreppsráð felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir og vísar erindinu til kynningar í fjölskylduráði.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggja gögn um mat á ástandi þjónustubyggingar Selárlaugar til kynningar og umræðu.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Hreppsráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og óska eftir frekari gögnum.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur styrkbeiðni frá Karlakór Vopnafjarðar.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Hreppsráð samþykkir að styrkja Karlakór Vopnafjarðar og Kirkjukór Hofs- og Vopnafjarðarkirkju saman um 500.000 krónur vegna kórferðalags erlendis.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóri kynnir hugmyndir um áherslubreytingar í stjórnsýslu Vopnafjarðarhrepps.
Til kynningar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:05.