Kaldrananeshreppur
Sveitarstjórnarfundur 12. maí 2022
==
==
[ Sveitarstjórnarfundur 12. maí 2022](/stjornsyslan/fundargereir/479-sveitarstjornarfundur-12-mai-2022)
- Details
- Föstudagur, 13 maí 2022 11:01
**Sveitarstjórnarfundur 12. maí 2022**
Fimmtudaginn 12. maí 2022 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 41. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Halldór Logi Friðgeirsson, Margrét Ólöf Bjarnadóttir, Bjarni Þórisson og Arnlín Óladóttir.
Oddviti setti fund kl. 20:00. Bjarni Þórisson ritar fundargerð á tölvu.
Dagskrá 41. fundar:
- Ársreikningur 2021 – Seinni umræða
- Fundargerð 40. sveitarstjórnarfundar 4.5.2022.
- Fundargerðir nefnda
- Aðrir fundir
- Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
- Beiðni Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands Íslenskra sveitarfélaga
- Fundargerð verkfundar vegna grjótvarnar við höfnina og Grundargötu
**Fundargerð:**
Ársreikningur 2021 – Seinni umræðaÁrsreikningur Kaldrananeshrepps fyrir árið 2021 er hér lagður fram til síðari umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B- hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður og eignasjóður. Í B-hluta eru hafnarsjóður, vatnsveita og hitaveita. Rekstrartekjur A- og B-hluta Kaldrananeshrepps námu á árinu 158,0 millj. kr., þar af voru rekstrartekjur A-hluta 133,9 millj. kr. Rekstrargjöld A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði námu 156,6 millj. kr., þar af voru rekstrargjöld A-hluta 125,0 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á árinu 2021 er neikvæð um 1,8 millj. kr. en rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 3,8 millj. kr.
Í þessu sambandi er rétt að taka fram að á árinu 2021 fór hitaveitan í framkvæmdir vegna borholu, sú framkvæmd tókst ekki nægjanlega vel og vegna þessa er framkvæmdakostnaður að fjárhæð 18,1 millj. kr. gjaldfærð á árinu 2021 hjá hitaveitunni sem skýrir að stærstum hluta tap B-hluta.
Eignir A- og B-hluta Kaldrananeshrepps voru í árslok 2021 samtals 332,5 millj. kr. þar af voru eignir A-hluta 361,2 millj. kr. Skuldir og skuldbindingar A- og B-hluta voru á sama tíma 21,2 millj. kr., þar af voru skuldir og skuldbindingar A-hluta 30,1 millj. kr. Eigið fé A- og B-hluta nam 311,3 millj. kr. í árslok, þar af nam eigið fé A-hluta 331,1 millj. kr. Eiginfjárhlutfall A-og B hluta nam 93,6%, og eiginfjárhlutfall A-hluta nam 91,7%.
Ársreikningur Kaldrananeshrepps fyrir árið 2021 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með fimm atkvæðum, enginn á móti.
Fundargerð 40. sveitarstjórnarfundar 12.4.2022Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Lögð fram til kynningar. Fundargerðir nefndaEngar fundargerðir lágu fyrir. Aðrar fundargerðirEngar fundargerðir lágu fyrir. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinuKaldrananeshreppi barst bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu er varðar stuðning við sveitarfélög vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur ákveðið að veita tímabundinn fjárhagslegan stuðning til sveitarfélaga þar sem börn á flótta frá Úkraínu og fjölskyldur þeirra verða með búsetu til að styðja við móttöku, undirbúning á skólastarfi og virka þátttöku barnanna.
Bréf lagt fram til kynningar.
Beiðni Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands Íslenskra sveitarfélagaÁ fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 27. apríl síðastliðinn var lagt fram bréf Velferðarvaktarinnar þar sem fram kemur að Velferðarvaktin hafi fjallað um rannsóknarskýrsluna Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólumog var óskað eftir því að Samband íslenskra sveitarfélaga kynni hana fyrir sveitarfélögum.
Beiðni og skýrsla lögð fram til kynningar.
Fundargerð verkfundar vegna grjótvarnar við höfnina og GrundargötuVerkfundur var haldinn miðvikudaginn 3. mars 2022 á skrifstofu Kaldrananeshrepps varðandi grjótvörn við höfnina á Drangsnesi. Greint er frá því að verkinu er lokið.
Verkfundur var einnig haldinn fimmtudaginn 31. mars síðastliðinn á verkstað varðandi grjótvörn við Grundargötu. Greint er frá því að búið er að gera um 50% af aðkomuleið og búið er að keyra um 225 m3 af kjarna í aðkomuleið.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið klukkan 21:03