Grindavíkurbær
Bæjarstjórn - Fundur 570
**570. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í Tollhúsi við Tryggvagötu, mánudaginn 3. júní 2024 og hófst hann kl. 14:00. **
Fundinn sátu: Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Páll Gíslason, varamaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Í upphafi fundar óskar forseti eftir að taka inn mál með afbrigðum sem 1. mál: 2406008 - Rafmagnstenging við Grindavík. Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
**1. Rafmagnstenging við Grindavík - 2406008 **
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Gunnar Einarsson, frá Grindavíkurnefndinni og Guðjón Bragason, ráðgjafi.
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Gunnar Einarsson, Hallfríður og Guðjón.
Grindavíkurnefndin átti fundi með Almannavörnum og HS veitum sunnudaginn 2. júní varðandi rafmagnsleysi í Grindavík. Tillaga HS veitna um bráðabirgða/neyðartenging var rædd, slík tenging getur staðið undir þeirri raforkunotkun sem hefur verið í Grindavík undanfarið. Enn á eftir að taka ákvarðanir um hvar og hvernig er hægt að koma á varanlegri og vonandi endanlegri tengingu milli flutningskerfis Landsnets (Svarstengis eða önnur leið) og Grindavíkur. Grindavíkurnefndin telur brýnt að komið verði á rafmagn með lagningu strengs í samræmi við tillögur HS Veitna og sem fylgir með bókun þessari. Skv. því er unnt að koma á raftengingu á 6 dögum og er kostnaður áætlaður um 75 mkr. Nefndin leggur til að framkvæmdin verði heimiluð og fjármögnuð úr ríkissjóði.
Bæjarstjórn tekur samhljóða undir framangreinda tillögu Grindavíkurnefndarinnar.
**2. Aðgerðaráætlun fyrir þjónustuteymi framkvæmdanefndar - 2406000 **
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Gunnar Einarsson, frá Grindavíkurnefndinni, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og Guðjón Bragason, ráðgjafi.
Til máls tóku: Ásrún, Guðjón, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, Guðjón, Gunnar Einarsson, Hallfríður, Birgitta Hrund og bæjarstjóri.
Lögð fram aðgerðaráætlun og drög að samningi við MNR. Í samræmi við 7. gr. laga nr. 40/2024 um framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ óskar nefndin eftir afstöðu sveitarstjórnar Grindavíkurbæjar til aðgerðaráætlunar fyrir þjónustuteymi.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við drög að samningi en felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að koma með ábendingar inn í aðgerðaáætlunina.
**3. Keilir, miðstöð vísinda og fræða - aðalfundur 2024 - 2406003 **
Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund og bæjarstjóri.
Framhaldsaðalfundur Keilis verður 5. júní nk. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að fara með atkvæði bæjarins á fundinum.
**4. Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 81 - 2405019F **
Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund og Hjálmar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 14:55.
Bæjarstjórn / 11. júní 2024
[Fundur 571](/v/27265)
Bæjarstjórn / 3. júní 2024
[Fundur 570](/v/27264)
Bæjarstjórn / 30. maí 2024
[Fundur 569](/v/27263)
Bæjarstjórn / 21. maí 2024
[Fundur 568](/v/27262)
Bæjarstjórn / 7. maí 2024
[Fundur 567](/v/27261)
Skipulagsnefnd / 3. júní 2024
[Fundur 133](/v/27259)
Skipulagsnefnd / 8. maí 2024
[Fundur 132](/v/27249)
Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023
[Fundur 128](/v/27248)
Bæjarstjórn / 30. apríl 2024
[Fundur 566](/v/27205)
Bæjarstjórn / 23. apríl 2024
[Fundur 565](/v/27194)
Bæjarstjórn / 17. apríl 2024
[Fundur 564](/v/27184)
Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024
[Fundur 131](/v/27169)
Bæjarstjórn / 4. apríl 2024
[Fundur 562](/v/27168)
Bæjarstjórn / 10. apríl 2024
[Fundur 563](/v/27163)
Bæjarstjórn / 26. mars 2024
[Fundur 561](/v/27138)
Skipulagsnefnd / 25. mars 2024
[Fundur 130](/v/27133)
Skipulagsnefnd / 25. mars 2024
[Fundur 130](/v/27131)
Bæjarstjórn / 19. mars 2024
[Fundur 560 ](/v/27114)
Bæjarstjórn / 12. mars 2024
[Fundur 559](/v/27096)
Bæjarstjórn / 20. febrúar 2024
[Fundur 556](/v/27040)
Bæjarstjórn / 13. febrúar 2024
[Fundur 555](/v/27026)
Bæjarstjórn / 8. febrúar 2024
[Fundur 554](/v/26997)
Bæjarstjórn / 30. janúar 2024
[Fundur 553](/v/26971)
Bæjarstjórn / 23. janúar 2024
[Fundur 552](/v/26943)
Bæjarstjórn / 16. janúar 2024
[Fundur 551](/v/26926)
Bæjarstjórn / 9. janúar 2024
[Fundur bæjarstjórnar nr. 550](/v/26907)
Bæjarstjórn / 29. desember 2023
[Fundur bæjarstjórnar nr. 549](/v/26890)
Bæjarstjórn / 27. desember 2023
[Fundur bæjarstjórnar nr. 548](/v/26885)
Bæjarráð / 5. desember 2023
[Fundur 1659](/v/26833)