Reykjavíkurborg
Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 151
==
==
[Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 151
](/fundargerdir/heilbrigdisnefnd-fundur-nr-151)
**Heilbrigðisnefnd**
Ár 2024, fimmtudaginn 13. dagur kl. 11:00, var haldinn 151. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Unnur Þöll Benediktsdóttir og Ólafur Jónsson fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Sandra Hlíf Ocares, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas Guðberg Gíslasson, Óskar Sigursson, Guðjón Ingi Eggertsson, Björg Ósk Gunnarsdóttir, Hólmfríður Frostadóttir Fundarritari var Harpa Fönn Sigurjónsdóttir
**Þetta gerðist:**
Fram fer kynning um gagnagrunn Umhverfisstofnunar um menguð svæði í Reykjavík. HER24010001
Fram fer kynning á nýju tölvukerfi fyrir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Sólveig Skaftadóttir, sérfræðingur hjá Þjónustu og nýsköpunarsviði tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001
Fylgigögn
Fram fer kynning á nýjum innkaupareglum Reykjavíkurborgar
Margrét Lilja Gunnardóttir, teymisstjóri innkaupa tekur sæti á fundinum undir þessum lið HER24010001
Fylgigögn
Fram fer kynning á árshlutauppgjöri umhverfis- og skipulagssviðs
Hreinn Ólafsson, fjármálastjóri Umhverfis- og skipulagssviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001
Lögð fram fjárhagsáætlun Umhverfis- og skipulagssviðs 2025.
Hreinn Ólafsson, fjármálastjóri Umhverfis- og skipulagssviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála dags. 4. júní 2024 ásamt kæru nr. 57/2024, dags. 22. maí 2024 þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að gefa veitingastaðnum SKOR Kolagötu 1 leyfi fyrir lengri opnunartíma. USK24060026
Fylgigögn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála dags. 31. maí 2024 ásamt kæru nr. 59/2024, dags. 30. maí 2024 þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að veita starfsleyfi fyrir Tjarnarbíó, þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir um hávaðamengun. HER24010001
Fylgigögn
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 14. maí 2024, 21. maí 2024, 28. maí 2024, 31. maí 2024 og 6. júní 2024. HER24010001
Fylgigögn
**Fundi slitið kl. 12:33**
Aðalsteinn Haukur Sverrisson Birna Hafstein
Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir
Sandra Hlíf Ocares
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 13. júní 2024**