Reykjavíkurborg
Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 49
==
==
[Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 49
](/fundargerdir/ibuarad-kjalarness-fundur-nr-49)
**Íbúaráð Kjalarness**
Ár 2024, þriðjudaginn, 11. júní, var haldinn 49. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.34. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Kristjana Þórarinsdóttir, Hildur Guðbjörnsdóttir, Guðfinna Ármannsdóttir og Egill Þór Jónsson. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Ellen J. Calmon. Fundinn sat einnig Ragnar Harðarson og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Samþykkt að taka á dagskrá til framlagningar, bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 4. júní 2024, um samantekt íbúafundar borgarstjóra á Kjalarnesi.
Fylgigögn
Lögð fram auglýsing Skógræktarfélags Reykjavíkur dags. 3. maí 2024, um Hverfistré Reykjavíkurborgar. MSS24050013
Samþykkt að fela formanni íbúaráðs að koma auglýsingu á framfæri um Hverfistré Reykjavíkur á samfélagsmiðlasíður Kjalarness.
Fylgigögn
Lögð fram auglýsing dags. 21. maí 2024, um Borgaraþing sem fram fór 8.júní sl. MSS2405012
Fylgigögn
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 28. maí um þjónustukönnun íbúa. MSS24050136
Fylgigögn
**Fundi slitið kl. 17.30**
Kristjana Þórarinsdóttir Ellen Jacqueline Calmon
Egill Þór Jónsson Guðfinna Ármannsdóttir
Hildur Guðbjörnsdóttir
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð íbúaráðs Kjalarness frá 11. júní 2024**