Kaldrananeshreppur
Sveitarstjórnarfundur 5. desember 2021
==
==
[ Sveitarstjórnarfundur 5. desember 2021](/stjornsyslan/fundargereir/461-sveitarstjornarfundur-5-desember-2021)
- Details
- Mánudagur, 06 desember 2021 10:57
**Sveitarstjórnarfundur 5. desember 2021**
Sunnudaginn 5. desember 2021 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 36. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Arnlín Óladóttir, Margrét Ólöf Bjarnadóttir, Kristín Einarsdóttir og Halldór Logi Friðgeirsson.
Oddviti setti fund kl. 20:00. Arnlín Óladóttir ritar fundargerð á tölvu.
**Dagskrá 36. fundar:**
- Fundargerð 35. sveitarstjórnarfundar 4.11.2021.
- Fundagerðir nefnda
- Aðrar fundagerðir
- Fjárhagsáætlun 2022 – Fyrri umræða
- Endurskoðun samstarfssamnings um byggingar- og skipulagsfulltrúa
- Erindi frá Tálknafjarðarhreppi
- Fyrirspurn um útsvarsprósentu
- Hleðslustöðvar á Vestfjörðum
- Erindi Framúrskarandi fyrirtækja
- Beiðni um auglýsingu í Strandapóstinum
- Beiðni Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga
- Bréf frá Þjóðskjalasafni Íslands
- Bréf frá Menntamálastofnun
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Almannavarnir og Covid 19
**Fundargerð:**
Fundargerð 35. sveitarstjórnarfundar 4.11.2021Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
Fundargerðir nefnda
- Fundur Fræðslunefndar 10.11.2021. Fundargerð lögð fram.
Liður 1: Margrét Bjarnadóttir valin til setu í áfallanefnd fyrir hönd hreppsnefndar.
Lið 2 frestað til næsta fundar.
Liður 3. Viðgerð skólahúsnæðis er nú þegar komin á fjárhagsáætlun og iðnaðarmenn í startholunum.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð.
Aðrar fundargerðirSamband íslenskra sveitarfélaga, 903. fundur stjórnar, 26.11.2021
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
Fjárhagsáætlun 2022 – Fyrri umræða
- Tillaga að tekjustofnum 2022
- Útsvar: 14,52% af útsvarsstofni eða hámarks útsvarsálagning sem heimilt er samkvæmt lögum.
- Fasteignaskattur
- Íbúðarhús og útihús í sveitum: 0,5% af fasteignamati húss og lóðar.
- Opinberar byggingar: 1,32% af fasteignamati húss og lóðar .
- Aðrar fasteignir: 1,4% af fasteignamati húss og lóðar.
Afsláttur vegna fasteignaskatts aldraðra 70 ára og eldri og 75% öryrkja, sem búa í eigin húsnæði er tekjutengdur og miðaður við árstekjur samkvæmt nýjasta skattframtali. Þar með talið eignir og fjármagnstekjur.
Gjalddagar fasteignagjalda verði 5. þ.e.: 1. feb, 1. apr, 1. júní, 1. ágúst og 1. október.
- Lóðarleiga í Drangsneslandi: Lóðarleiga verði 1,3% af fasteignamati lóðar.
Samþykkt samhljóða.
- Tillaga að gjaldskrám 2022
- Gjaldskrá Drangsnesvatnsveitu: Sveitarstjórn ákveður að notendagjöld hækki ekki og eingreiðslugjöld verði óbreytt.
- Gjaldskrá fyrir fráveitur í Kaldrananeshreppi: Sveitarstjórn ákveður að notendagjöld hækki ekki og eingreiðslugjöld verði óbreytt.
- Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Kaldrananeshreppi. Sveitarstjórn ákveður að notendagjöld hækki ekki og eingreiðslugjöld verði óbreytt.
- Gjaldskrárhækkun Hitaveitu Drangsness: Sveitarstjórn ákveður að notendagjöld hækki ekki og eingreiðslugjöld verði óbreytt.
- Gjaldskrá Drangsneshafnar: Sveitarstjórn ákveður að notendagjöld hækki ekki og eingreiðslugjöld verði óbreytt.
- Gjaldskrá vegna skipulags og byggingargjalda: Oddviti leggur fram tillögu um að gjöld vegna þjónustu byggingarfulltrúa verði í samræmi við gjaldskrár þeirra sveitarfélaga sem nýta sér þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa Stranda- Dala- og Reykhóla. Tillagan borin upp og samþykkt.
Ýmsar gjaldskrár og þjónustugjöld sem innheimt eru af Kaldrananeshreppi. Oddviti leggur til að þessi þjónustugjöld verði óbreytt.
Samþykkt samhljóða
Fjárhagsáætlun 2022 og fjögra ára áætlun 2022 – 2025 - Fyrri umræðaFjárhagsáætlun 2022 og fjögra ára áætlun 2022-2025 rædd og oddviti gerir grein fyrir rekstrarliðum sveitarfélagsins og fyrirhuguðum fjárfestingum ásamt fjármögnun. Fjárhagsáætlun 2022 afgreidd til síðari umræðu.
Samþykkt samhljóða.
Endurskoðun samstarfssamnings um byggingar- og skipulagsfulltrúaDrög að samstarfssamningi milli sveitarfélaganna Árneshrepps, Dalabyggðar, Kaldrananeshrepps, Reykhólahrepps og Strandabyggðar um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps gerir ekki athugasemdir og veitir jákvæða umsögn.
Borið upp og samþykkt samhljóða.
Erindi frá TálknafjarðarhreppiTálknafjarðarhreppur óskar eftir afstöðu sveitarstjórna til þess að hefja óformlegar viðræður sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaga.
Erindi lagt fram til kynningar og frestað til næsta fundar.
Fyrirspurn um útsvarsprósentuSkrifstofa skattamála minnir á að tilkynna þurfi um ákvörðun sveitarstjórnar um útsvarsprósentu komandi árs eigi síðar en 15. desember til Fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Oddvita falið að bregðast við fyrirspurn.
Fyrirspurn lögð fram til kynningar og samþykkt.
Hleðslustöðvar á VestfjörðumFyrirtækið Blámi sem hefur verið í sambandi við Tesla um fjölgun hleðslustöðva á Vestfjörðum biðlar til sveitarfélaga að hafa verkefni þeirra í huga en Tesla býðst til að gefa hleðslustöðvarnar. Um er að ræða 22 kw Tesla hleðslustöðvar sem opnar verða fyrir alla rafbíla, uppsetningarkostnaður er áætlaður um 100 – 200 þúsund en það fer eftir aðstæðum á hverjum stað.
Verkefni lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn ákveður að þiggja tilboðið og fela oddvita að ræða um fyrirkomulag, staðsetningu og uppsetningu stöðvarinnar.
Erindi frá Fiskvinnslunni DrangiFiskvinnslan Drangur sendir Kaldrananeshreppi póst þar sem spurst er fyrir um áhuga hreppsins um sameiginlegt átak í að merkja alla helstu staði í sveitarfélagi. Sérfræðingur yrði fenginn til að fara yfir svæðið og gera tillögur.
Erindi lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn ákveður að athuga málið betur og kanna kostnað.
Borið upp og samþykkt.
Beiðni um auglýsingu í StrandapóstinumHreppnum barst fyrirspurn frá ritnefnd Strandapóstsins þar sem athugað er hvort áhugi værir fyrir því að kaupa heilsíðuauglýsingu í Strandapóstinum, sem kemur út í vor. Heilsíða kostar 25.000-. kr.
Beiðni lögð fyrir.
Sveitarstjórn ákveður að taka tilboðinu og felur Kristínu Einarsdóttur að sjá um auglýsinguna sem segir frá þjónustu í sveitarfélaginu.
Beiðni Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélagaBeiðni Karls Björnssonar er tvíþætt og hljóða svo:
Á síðasta löggjafarþingi voru gerðar breytingar á barnaverndarlögum sem lúta fyrst og fremst að breyttu skipulagi barnaverndar sem taka gildi að loknum næstu sveitarstjórnarkosningum. Því þarf sveitarfélagið að huga að samvinnu sín á milli bæði við rekstur barnaverndarþjónustu og umdæmisráða, ásamt því að taka ákvörðun hvort óskað verði eftir undanþágu frá 6.000 íbúa lágmarksfjölda. Breytt skipulag barnaverndar Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga var fjallað um þær breytingar sem framundan eru í úrgangsmálum í kjölfar nýlegra breytinga. Stjórnin áréttar að mikilvægt er fyrir sveitarfélög að hefja undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinganna. Uppfærsla svæðisáætlana vegna lagabreytinga
Beiðnir lagðar fram til kynninga.
Bréf frá Þjóðskjalasafni ÍslandsÞjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út skýrslu með niðurstöðum úr eftirlitskönnun safnsins á skjalavörslu og skjalastjórn sveitarstjórnarskrifstofa sem eru afhendingarskyldar til Þjóðskjalasafns Íslands.
Bréf og skýrsla lögð fram til kynningar.
Bréf frá MenntamálastofnunMennta- og menningarráðuneytið hefur falið Menntamálastofnun að taka við upplýsingum frá sveitarfélögum um stofnun nýrra leikskóla og þegar rekstri leikskóla er hætt með vísan til 24. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008.
Bréf lagt fram til kynningar.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélagaÓskað er eftir þátttöku og framlags sveitarfélagsins til að taka þátt í samstarfi sveitarfélaga um stafræna umbreytingu. Samstarfið verður fjármagnað annars vegar með skyldubundnu grunnframlagi sem rennur fyrst og fremst til þess að standa undir launakostnaði sérfræðinga í stafrænu umbreytingateymi sveitarfélaga, og hins vegar með framlögum til að standa straum af þróun og kaupum á lausnum.
Bréf lagt fram til kynningar.
Sveitastjórn ákveður að taka þátt í verkefninu.
Almannavarnir og Covid 19Sveitarstjórn fer yfir nýjustu sóttvarnarráðstafanir fyrir starfsemi sveitarfélaga og leggur nýjustu reglugerðir og leiðbeiningar fram til kynningar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið klukkan 22:00