Kaldrananeshreppur
Sveitarstjórnarfundur 30. september 2021
==
==
[ Sveitarstjórnarfundur 30. september 2021](/stjornsyslan/fundargereir/455-sveitarstjornarfundur-30-september-2021)
- Details
- Mánudagur, 04 október 2021 12:48
Sveitarstjórnarfundur 30. september 2021
Fimmtudaginn 30. september 2021 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 34. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Arnlín Óladóttir, Margrét Ólöf Bjarnadóttir, Bjarni Þórisson og Halldór Logi Friðgeirsson.
Oddviti setti fund kl. 20:00. Bjarni Þórisson ritar fundargerð á tölvu.
Dagskrá 34. fundar:
- Fundargerð 33. sveitarstjórnarfundar 01.09.2021
- Fundargerðir nefnda
- Aðrar fundargerðir
- Eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins
- Gjaldskrá vatnsveitunnar
- Jarðhitaleit í Kaldrananeshreppi
- Kjörskrá Kaldrananeshrepps samþykkt
- Erindi Fiskistofu
- Áætlun vegna vinnu byggingarfulltrúa
- Áætlun vegna vinnu skipulagsfulltrúa
- Ljósleiðari – Framkvæmdir
- Ráðstöfun Grundargötu 11
- Ráðstöfun skólaíbúðar
- Bréf frá Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneytinu
- Ný lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana
- Almannavarnir og Covid 19
- Bréf frá Strandabyggð
Fundargerð:
Fundargerð 33. sveitarstjórnarfundar 01.09.2021
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
Fundargerðir nefnda
- Fundur Fjallskilanefndar 06.09.2021.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
- Fundur Umhverfis- byggingar og skipulagsnefndar 26.08.2021. önnur umræða eftir að lið 4. var frestað á seinasta sveitarstjórnarfundi.
Arlín víkur af fundir vegna vanhæfis.
Tekin fyrir tillaga að breytingu á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps. Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 vegna frístunda- og ferðaþjónustusvæðis úr hluta jarðarinnar Hvamms í Bjarnarfirði. Uppdráttur og greinargerð, dags 25.01.2021. Um er að ræða breytingu á landnotkun þar sem gert er ráð fyrir frístundabyggð (FS12) og ferðaþjónustu (VÞ5) á svæði sem er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Tillagan var auglýst frá 28. apríl 2021 með athugasemdafresti til 10. júní 2021. Umsögn barst frá einum lögboðnum aðila, þ.e. Vegagerðin gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna. Ekki barst umsögn frá Minjastofnun þar sem nú þegar liggur fyrir fornleifaskráning um svæðið.
Sveitarstjórn samþykkir framlagða breytingu á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps og að hún verði send til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun. Auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi á jörðinni Hvammur í Bjarnarfirði Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð og ferðaþjónustu á jörðinni Hvammur í Bjarnarfirði, dags 14.01.2021. Um er að ræða deiliskipulag sem gerir ráð fyrir fimm frístundalóðum, einni stórri lóð fyrir ferðaþjónustu og einni íbúðarhúsalóð. Tillagan var auglýst frá 28. apríl 2021 með athugasemdarfresti til 10. júní 2021. Umsögn barst frá einum lögboðnum aðila, þ.e. Vegagerðinni. Í umsögn stofnunarinnar kemur fram að Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna. Ekki barst umsögn frá Minjastofnun þar sem nú þegar liggur fyrir fornleifaskráning um svæðið. Athugasemdir bárust frá landeigendum Bakka en sú jörð á landamerki að Hvammi. Í athugasemdunum kemur fram að um sé að ræða umtalsverðar breytingar á sveitinni þar sem fjöldi húsa í firðinum muni tvöfaldast. Landeigendur Bakka telja mikilvægt að hugsa um afleiðingar slíkra þorpsmyndunar í kyrrlátri sveit, m.a. með tilliti til óafturkræfni. Gerð er athugasemd við það að samkvæmt tillögunni er gert fyrir lóð nálægt landamerkjum Bakka og muni bygging á þeirri lóð snúa beint að stofuglugganum á íbúðarhúsi Bakka. Landeigendur Bakka fara því fram á að þessi tiltekna lóð verði færð á vesturhluta skipulagssvæðisins þar sem þegar hafa risið byggingar eða hún fjarlægð úr tillögunni. Sveitarstjórn tekur að hluta undir athugasemdir landeigenda Bakka með tilliti til fyrirhugaðs byggingarmagns en bendir á að nú þegar eru í gildi tvö deiliskipulög fyrir frístundabyggð í Bjarnarfirði með samtals 12 óuppbyggðum lóðum. Því má færa rök fyrir því að stefna sveitarfélagsins sé að auka byggð á svæðinu og er uppbygging í tengslum við ferðaþjónustu og frístundabyggð í landi Hvamms í þeirri stefnu. Sveitarstjórn telur hins vegar ekki að athugasemd er varðar nálægð byggingarreits við landamerki kalli á tilfærslu eða fjarlægingu byggingarreits úr tillögunni. Téður byggingarreitur er skilgreindur sem lóð í athugasemdinni en sveitarstjórn telur fullvíst að um sé að ræða byggingarreit B á ferðaþjónustulóðinni í deiliskipulaginu. Í sveitarfélaginu eru fordæmi fyrir nálægð bygginga við landamerki þar sem vegalengdin er mjög svipuð þeirri og vísað er til í þessari athugasemd. Sveitarstjórn getur að lokum ekki tekið undir athugasemd frá landeigendum Bakka er varðar það að sú bygging sem mun rísa á byggingarreit B muni snúa beint að stofuglugganum á íbúðarhúsi Bakka og valda þannig ónæði. Umræddur byggingarreitur er í um 180 metra fjarlægð frá íbúðarhúsinu á Bakka og er íbúðarhúsið á Bakka staðsett nokkuð ofar í landinu en fyrirhugaður byggingarreitur B. Því er ekki hægt að fallast á þau rök að bygging á byggingarreit B komi til með að hafa neikvæð sjónræn áhrif á íbúðarhúsið á Bakka.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps hefur farið yfir athugasemdir og umsagnir sem bárust og telur þær ekki þess eðlis að breyta þurfi deiliskipulagstillögunni. Sveitarstjórn samþykkir því framlagt deiliskipulagt og að það verði sent til Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku þess birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Borið upp og samþykkt samhljóða.
Arnlín kemur inn á fund aftur.
Aðrar fundargerðir
- SÍS, 11. samráðsfundur skólateymis, fræðslustjóra og sveitarstjóra þar sem ekki eru starfandi skólaskrifstofur, 21.09.2021.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
- Samband íslenskra sveitarfélaga, 901. fundur stjórnar, 29.09.2021
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
Eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins
Eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins lögð fram til kynningar og umræðu þar sem við á.
Eftirlitsskýrsla Grunnskólans á Drangsnesi greinir frá að áætlun fyrirtækisins um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum hefur ekki verið uppfærð. Áætlunin á að endurspegla vinnuverndarstarf fyrirtækisins, þar sem kemur meðal annars fram áhættumat fyrir vinnustaðinn í heild og fyrir einstaka starfsemi/verkþætti.
Skýrsla lögð fram til kynningar og sveitarstjórn ákveður að taka upp málið með skólastjóra. Borið upp og samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá vatnsveitunnar
Bréf var sent til allra sveitarfélaga frá Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem óskað var eftir að gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga væru yfirfarnar. Einnig óskaði ráðuneytið eftir því að verða upplýst með stuttri samantekt um ákvörðun vatnsgjalds og gögnum sem byggð væru á því sambandi.
Sveitarstjórn ákvað á fundi sínum þann 25. júní síðastliðinn að taka málið til ítarlegri skoðunar og fresta málinu, er bréfinu því enn ósvarað.
Hugmyndir að svari var lagt fram til kynningar og oddvita falið að bregðast við.
Jarðhitaleit í Kaldrananeshreppi
Kaldrananeshreppi stendur til boða tilboð að upphæða 2.000.000 kr. án vsk, frá Alexander Ólafsson ehf. en til stendur að bora þrjár 50m hitastigulsholur Í Kaldrananesi. Borað yrði niður 6“ fóðringu og 51/2 holu í 50m.
Tilboð lagt fram og samþykkt samhljóða.
Kjörskrá Kaldrananeshrepps samþykkt
Kosningar til Alþingis fóru fram 25. september síðastliðinn.
Kjörskrá Kaldrananeshrepps lögð fram til kynningar og samþykkt.
Erindi Fiskistofu
Fiskistofa sendi Kaldrananeshreppi ábendingu um ætlað vanhæfi löggiltra vigtarmanna Drangsneshafnar. Fyrir liggur þó undanþága umræddra starfsmanna frá hæfisreglum og hafði Neytendastofa upplýst Fiskistofu hvað málið varðar. Ábending Fiskistofu til Drangsneshafnar og tilkynning til Neytendastofu reyndist því tilefnislaus.
Erindi lagt fram til kynningar.
Áætlun vegna vinnu byggingarfulltrúa
Launa og aksturskostnaður vegna vinnu byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar, borið upp og samþykkt.
Áætlun vegna vinnu skipulagsfulltrúa
Launa og aksturskostnaður vegna vinnu skipulagsfulltrúa lagður fram til kynningar, borið upp og samþykkt.
Ljósleiðari – Framkvæmdir
Oddviti gerði grein fyrir framkvæmdaáætlun vegna ljósleiðaravæðingu hreppsins og aðrar framkvæmdir ræddar. Oddviti hefur leitað stuðnings hjá Fjarskiptasjóði við að tengja þéttbýlið.
Ráðstöfun Grundargötu 11
Oddviti gerði grein fyrir stöðu fasteignarinnar Grundargötu 11 en hún losnaði úr leigu. Ákveðið var að auglýsa íbúðina til sölu og athuga hvort viðunandi tilboð fæst. Að öðrum kosti yrði henni haldið í leigu.
Ráðstöfun skólaíbúðar
Oddviti gerði grein fyrir ráðstöfun skólaíbúðar sem staðsett er í grunnskólanum á Drangsnesi.
Hreppnum hefur borist tvær umsóknir þar sem óskað var eftir að fá skólaíbúðina leigða. Annars vegar er óskað eftir að leigja hana út veturinn, hins vegar næsta sumar fyrir starfsfólk Malarhorns.
Sveitarstjórn tekur vel í hvorar tveggja umsóknirnar og er oddvita falið að bregðast við í samræmi við vilja sveitarstjórnar.
Bréf frá Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneytinu
Bréf var sent til allra sveitarfélaga frá Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar. Þann 13. júní sl. samþykkti Alþingi lög um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 96/2021 en sveitarstjórnarmönnum er heimilt að taka þátt með rafrænum hætti í fundum sveitarstjórnar og nefnda og ráða á vegum sveitarfélaga.
Bréf lagt fram til kynningar.
Ný lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana
Þann 1. september síðastliðinn tóku í gildi ný lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Þau fela í sér sameiningu löggjafar um umhverfismat framkvæmda annarsvegar og um umhverfismat áætlana hinsvegar.
Ný lög lögð fram til kynningar.
Almannavarnir og Covid 19
Sveitarstjórn fer yfir nýjustu sóttvarnarráðstafanir fyrir starfsemi sveitarfélaga og leggur nýjustu reglugerðir og leiðbeiningar fram til kynningar.
Bréf frá Strandabyggð
Bréf var sent til sveitarfélaganna Árneshrepps, Kaldrananeshrepps og Reykhólahrepps frá Strandabyggð þar sem óskað var eftir að samningur sem sveitarfélögin gerðu með sér um skipan, rekstur og starfsemi sameiginlegrar félagsmálanefndar yrði tekin til endurskoðunar.
Bréf lagt fram til kynningar og sveitarstjórn samþykkir að hefja endurskoðun.
Borið upp og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið 22:30